Viðskipti innlent

Kínverskir fjárfestar vilja kaupa Íslandsbanka

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Slitastjórn Glitnis bíður nú viðbragða stjórnvalda.
Slitastjórn Glitnis bíður nú viðbragða stjórnvalda. mynd úr safni
Fjárfestahópur frá Asíu hefur áhuga á að kaupa 95% hlut Glitnis í Íslandsbanka. Þessu greinir Morgunblaðið frá í dag og samkvæmt heimildum er kaupverðið sagt geta numið um 115 milljörðum króna.

Talið er að ekki verði farið fram á að fjárfestunum, sem meðal annars samanstendur af kínverskum fjárfestum, verði veittur afsláttur á þeim gjaldeyri sem greitt yrði með við kaup á bankanum.

Þá herma heimildir að forsætisráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafi verið upplýstir um áhuga hópsins. Slitastjórn Glitnis bíður nú viðbragða stjórnvalda við því hvort salan gæti verið hluti af mögulegum nauðasamningi þrotabúsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×