Orkuveitan tekur lægra tilboði - mikil leynd yfir samningnum Valur Grettisson skrifar 11. júlí 2013 11:59 Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira