Viðskipti innlent

Bjarni Ármannsson dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi

Valur Grettisson skrifar
Bjarni Ármannsson athafnamaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir stórfellt skattalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hann var fundinn sekur um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008.

Bjarni hefur þegar endurgreitt upphæðina og segir í dómsorði að ekki hafi legið ásetningur að baki brotinu.

Hann var að auki dæmdur til þess að endurgreiða tæplega 36 milljónir króna. Refsingin við brotinu er skilorðsbundin og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.