Handbolti

Kielce vann bronsið

Guðjón Valur lék vel en það dugði ekki til
Guðjón Valur lék vel en það dugði ekki til Mynd/Nordic Photos/Getty

Kielce sigraði Kiel 31-30 í leiknum um þriðja sæti Meistaradeildar Evrópu í dag. Þórir Ólafsson lék ekkert fyrir pólska liðið en Guðjón Valur var mjög góður hjá Kiel.

Kielce hóf leikinn frábærlega og náði mest 9 marka forystu í fyrri hálfleik 14-5. Kiel náði aðeins minnka muninn fyrir hálfleik en alls munði sjö mörkum 19-12.

Aron Pálmarsson byrjaði leikinn en náði sér engan vegin á strik og tók Alfreð Gíslason þjálfari Kiel hann útaf áður en langt um leið og kom hann ekki meira við sögu í leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson kom lék ekkert í fyrri hálfleik en lék allan seinni hálfleikinn og kom með mikinn kraft inn í leikinn auk þess sem hálfleiksræða Alfreðs hefur kveikt í leikmönnum liðsins.

Allt annað var að sjá varnarleik Kiel í seinni hálfleik og með hann sterkann fékk liðið hraðaupphlaup og náði hægt en örugglega að minnka muninn þar til aðeins munaði einu marki.

Momir Ilic fékk tækifæri til að jafna metin úr vítakasti þegar rétt tæplega hálf mínúta var eftir en skaut í slána.

Enn var tími fyrir Kiel að vinna boltann og ná síðasta skot leiksins. Tékkinn Filip Jicha skaut af 12 metra færi í slána og yfir og Kielce vann óvæntan eins marks sigur.

Rastko Stojkovic var markahæstur hjá Kielce með 8 mörk. Ivan Cupic hélt Þóri á bekknum og skoraði 7 mörk. Manuel Strleck skoraði 6 mörk. Venio Losert varði 10 skot í markinu.

Hjá Kiel var Filip Jicha markahæstur með 6 mörk. Momir Ilic skoraði 5 og Rene Toft Hansen og Guðjón Valur Sigurðsson 4 mörk hvor.

Thierry Omeyer náði sér ekki á strik í markinu og varði eitt skot. Andreas Palicka varði 7 skot eftir að hann leysti Frakkann af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×