Handbolti

Mikilvægir sigrar hjá Íslendingaliðum í Þýskalandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arnór stóð fyrir sínu í dag
Arnór stóð fyrir sínu í dag NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES

Füchse Berlin og Flensburg unnu mikilvæga sigra í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag en þrír leikir fóru fram í deildinni í dag og komu Íslendingar við sögu í þeim öllum.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin heldur sínu striki í baráttunni við Hamburg um fjórða sæti deildarinnar með því að leggja Gummersbach 29-28 á heimavelli í dag.

Refirnir frá Berlín eru þremur stigum á undan Hamburg þegar liðið á einn leik eftir í deildinni en Hamburg á einn leik til góða. Gummersbach er einu stigi fyrir ofan Grosswallstadt í fallsæti þegar ein umferð er eftir.

Konstantin Igropulo og Sven-Sören Christophersen skoruðu sex mörk hvor fyrir Füchse og Johannes Selin 4. Kentin Mahé skoraði sex mörk fyrir Gummersbach og Adrian Pfahl 5.

Flensburg komst aftur í annað sæti deildarinnar með góðum fimm marka sigri á Frisch Auf Göppingen 32-27. Arnór Atlason skoraði 3 mörk fyrir Flensburg en Ólafur Gústafsson komst ekki á blað.

Anders Eggert skoraði 8 marka Flensburg og Petar Djordjic 7 mörk. Momir Rnic skoraði 11 mörk fyrir Göppingen og Zarko Markovic 5.

Björgvin Páll Gústavsson átti ágætan leik fyrir Magdeburg sem gerði 26-26 jafntefli við Minden í dag. Stigið dugði Minden til að tryggja sæti sitt í deildinni en Magdeburg er í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×