Handbolti

Arnór og félagar luku tímabilinu með stæl

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson.

Keppni í þýsku B-deildinni í handknattleik lauk í kvöld. Öll liðin sem komust upp eru Íslendingalið og þau unnu öll sína leiki í dag.

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu deildina og þeir luku henni með stæl í dag er liðið valtaði yfir Bietighheim, 38-23. Arnór fór mikinn í leiknum og skoraði 5 mörk.

Emsdetten varð í öðru sæti en liðið vann nauman sigur, 24-25, á útivelli gegn Bad Schwartau. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 4 mörk fyrir Emsdetten og Ólafur Bjarki Ragnarsson 3.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, tók þriðja og síðasta sætið í úrvalsdeild að ári og fagnaði því með öruggum útisigri, 30-37, gegn Henstedt-Ulzburg. Hannes Jón Jónsson lauk eftirminnilega tímabili með 5 mörkum.

Lið Rúnars Sigtryggssonar, Aue, var sloppið við fall og skipti því ekki máli að liðið hefði tapað í dag, 34-27, fyrir Saarlouis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×