Handbolti

Arnór valinn bestur hjá Bergischer

Arnór með verðlaunin í kvöld.
Arnór með verðlaunin í kvöld. mynd/instagram

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer luku tímabilinu í þýsku B-deildinni með stæl í dag en þeir enduðu á toppi deildarinnar og spila í úrvalsdeild að ári.

Arnór skoraði fimm mörk í öruggum fimmtán marka sigri á Bietigheim og eftir leik var hornamaðurinn verðlaunaður.

Stuðningsmenn liðsins kusu hann besta leikmann liðsins í vetur en Arnór Þór hefur farið mikinn með liðinu.

"Mitt besta handboltaár," skrifaði Arnór á Facebook-síðu sína eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×