Handbolti

Hannes Jón kjörinn bestur í deildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Nordicphotos/Bongarts

Hannes Jón Jónsson, leikmaður Eisenach, var í dag kjörinn besti leikmaður b-deildar þýska handboltans af þjálfurum deildarinnar. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Fram kemur að Hannes Jón hafi haft yfirburði í kjörinu. Árangurinn er magnaður enda voru þrjú illkynja æxli fjarlægð úr þvagblöðru hans í október.

Ólafur Bjarki Ragnarsson hjá TV Emsdetten varð annar í kjörinu ásamt þeim  Tom Wetzel hjá HC Empor Rostock og Viktor Szilagyi hjá Bergischer HC.

Eisenach situr í þriðja sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Bietigheim þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×