Viðskipti innlent

Sala skuldabréfa í útboðum í apríl sú mesta undanfarið ár

Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í apríl s.l. nam 34,4 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 10 milljarða kr. mánuðinn á undan. Salan er sú mesta undanfarið tæpt ár eða síðan í júní í fyrra þegar hún nam rúmlega 16,4 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útboð í formi verðtryggðra skuldabréfa í apríl námu 22,1 milljarði kr. og útboð í formi óverðtryggðra skuldabréfa námu 12,3 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×