Viðskipti innlent

Niðursveiflan á mörkuðum nær einnig til Íslands

Sú mikla niðursveifla sem var á mörkuðum í Asíu í nótt og í Evrópu í morgun hefur smitast yfir í íslensku Kauphöllina. Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæplega 1,4% það sem af er degi.

Mest hafa hlutir í Össuri lækkað eða um 3,7%. Hlutir í Marel hafa lækkað um rúmt 1% og í Eimskip um tæplega 0,8%. Þá hafa hlutir í Icelandair lækkað um tæplega 0,4%. Ekkert félag hefur hækkað í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×