Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgaði um 29% milli ára í apríl

Alls var 648 leigusamningum þinglýst á landinu öllu í apríl s.l. Þetta er rúmlega 29% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands kemur fram að hlutfallslega varð mesta fjölgunin á Vestfjörðum eða 250% en aðeins sjö samningar eru að baki þeirri aukningu.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningum úr 350 í apríl í fyrra og í 416 í ár sem er tæplega 19% aukning. Næst mest fjölgaði leigusamningum á Austurlandi eða 225% en aðeins 13 samningar eru að baki þeirri aukningu.

Næst koma Suðurland með tæplega 67% aukningu og Suðurnes með 54% aukningu.

Fyrir utan höfuðborgarsvæðið var fjölgunin hlutfallslega minnst á Norðurlandi eða 20%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×