Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2013 16:47 Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans." Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans."
Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03