Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn 15. apríl 2013 11:19 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. „Þetta er sögulegur samningur sem mun skapa störf á Íslandi eins og þegar eru komin fram dæmi um í þessari ferð, og opna ótal tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning" segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í fréttatilkynningu vegna samningsins. „Fríverslun við Kína gefur íslenskum fyrirtækum sérstakt forskot inn á þann markað heimsins sem vex langhraðast. Sú staðreynd að Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem nær slíkum samningi við Kína skapar íslensku atvinnulífi einstakt forskot. Það sjáum við strax á þeim samningum sem íslensku fyrirtækin eru að gera hér í þessari ferð okkar til Kína," bætir hann við. Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er niðurfelling tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands. Þar með er miklum hindrunum rutt úr vegi útflutnings íslenskrar framleiðslu til Kína. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, flestar strax eftir gildistöku samningsins, en örfáar að loknum 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Algengir tollar á þeim, og mörgum öðrum mikilvægum afurðum sem Ísland flytur út, hafa verið á bilinu 10-12%. Með samningnum er líka skapaður vettvangur þar sem íslensk stjórnvöld geta tekið upp öll þau vandkvæði sem upp kunna að koma í viðskiptum ríkjanna. Líkt og í öðrum fríverslunarsamningum fellir Ísland á móti niður tolla á innfluttum vörum, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarafurðum. Þannig skapast skilyrði fyrir lægra verð til íslenskra neytenda á þeim vörum sem fluttar eru inn frá Kína og bera tolla í dag. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. „Þetta er sögulegur samningur sem mun skapa störf á Íslandi eins og þegar eru komin fram dæmi um í þessari ferð, og opna ótal tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning" segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í fréttatilkynningu vegna samningsins. „Fríverslun við Kína gefur íslenskum fyrirtækum sérstakt forskot inn á þann markað heimsins sem vex langhraðast. Sú staðreynd að Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem nær slíkum samningi við Kína skapar íslensku atvinnulífi einstakt forskot. Það sjáum við strax á þeim samningum sem íslensku fyrirtækin eru að gera hér í þessari ferð okkar til Kína," bætir hann við. Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er niðurfelling tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands. Þar með er miklum hindrunum rutt úr vegi útflutnings íslenskrar framleiðslu til Kína. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, flestar strax eftir gildistöku samningsins, en örfáar að loknum 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Algengir tollar á þeim, og mörgum öðrum mikilvægum afurðum sem Ísland flytur út, hafa verið á bilinu 10-12%. Með samningnum er líka skapaður vettvangur þar sem íslensk stjórnvöld geta tekið upp öll þau vandkvæði sem upp kunna að koma í viðskiptum ríkjanna. Líkt og í öðrum fríverslunarsamningum fellir Ísland á móti niður tolla á innfluttum vörum, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarafurðum. Þannig skapast skilyrði fyrir lægra verð til íslenskra neytenda á þeim vörum sem fluttar eru inn frá Kína og bera tolla í dag.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira