Setja 300 milljónir í íslenska leikjaframleiðandann Plain Vanilla 9. apríl 2013 14:30 Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira