Innlent

Gunnar krefst skaðabóta frá Krosskonum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar vill afsökunarbeiðni frá konum sem sökuðu hann um kynferðisbrot.
Gunnar vill afsökunarbeiðni frá konum sem sökuðu hann um kynferðisbrot.
Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við Krossinn, hefur krafið Pressuna og talskonur kvenna sem sökuðu hann um kynferðisbrot í samtali við Pressuna skaðabóta og þess að hann verði beðinn afsökunar á ásökunum. Þetta staðfestir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Gunnars.

Ásakanir á hendur Gunnari náðu hámarki þegar Pressan skrifaði um þau seint á árinu 2010. Í hópi þeirra kvenna sem báru Gunnar sökum voru meðal annars tvær fyrrverandi mágkonur hans. Ásta Knútsdóttir var ein talskona kvennanna.

Hún sagði meðal annars við Pressuna: "Við erum ekki að tala um einhvers konar áreitni sem má túlka sem klapp á bossann eða eitthvað svoleiðis. Við erum að tala um snertingar sem flokkast undir kynferðisofbeldi. Ekki nauðganir en kynferðisofbeldi."

Gunnar var forstöðumaður Krossins en lét af því starfi fljótlega eftir að málið kom upp. Lögreglan rannsakaði ásakanirnar á hendur Gunnari en lét málið svo niður falla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.