Rannsókn á Stím að ljúka Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2013 13:03 Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni.
Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira