Viðskipti innlent

Eimskip hagnaðist um tvo milljarða í fyrra

Hagnaður Eimskips eftir skatta á síðasta ári nam rúmlega tveimur milljörðum króna sem er svipuð niðurstaða og árið á undan.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að afkoma félagsins á síðasta ári hafi verið í samræmi við væntingar. Fram kemur að flutningar félagsins á Norður Atlantshafi hafa aukist um 3,4% frá fyrra ári.

Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips segir í tilkynningunni að félagið líti björtum augum til framtíðarinnar og mögulegra tækifæra til vaxtar bæði á Norður Atlantshafi og á alþjóðavísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×