Föst á Hólmavík í tæpa tvo sólarhringa | Einstakir ljúflingar á Hólmavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 19:39 Birna Lárusdóttir. „Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira