Viðskipti innlent

Keahótelin opna nýtt hótel Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hótelið, eins og til stendur að það muni líta út.
Hótelið, eins og til stendur að það muni líta út.
Keahótelin opna nýtt hótel í Reykjavík þann fyrsta júní næstkomandi. Hótelið sem heitir Reykjavik Lights er að Suðurlandsbraut 12 og er þriðja hótelið sem Keahótel reka í Reykjavík og það sjötta í heildinni. Hin hótelin í Reykjavík eru Hótel Borg og Hótel Björk. Á Reykjavík Lights verða 105 vel útbúin herbergi, bar, fundarsalur og veitingastaður og yfirbyggð bílageymsla, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá KEA hótelunum. Hótelið er afar vel staðsett við útivistar og íþróttasvæðin í Laugardalnum og eins gagnvart miðbænum.

„Við vildum ekki bara opna hótel heldur vildum við koma með eitthvað alveg nýtt inn á markaðinn. Því efndum við til samkeppni um „concept" og útfærslu á því fyrir hótelið. Tillögurnar sem bárust voru mjög spennandi og fyrir valinu varð Reykjavik Lights. Það er mjög gaman að sjá hugmyndafræðina lifna svona við í litum og ljósum í framkvæmdunum," segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri og einn eigenda Keahótela í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×