Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstri HS Orku í fyrra

Viðsnúningur varð í rekstri HS Orku á síðasta ári. Hagnaður félagsins nam rúmlega 700 milljónum króna fyrir skatta í fyrra en árið áður var hátt í 1,2 milljarða tap af rekstrinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að orkuver félagsins voru endurmetin í lok ársins og nemur heildarverðmæti þeirra að endurmati loknu 31,5 milljörðum kr. sem er hækkun upp á 6,1 milljarð kr. . Þetta gerir að heildarhagnaður að frádregnum skattaáhrifum endurmatsins er 5,5 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×