Viðskipti innlent

Verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar tæpir 52 milljarðar

Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2011 er áætlað 51,8 milljarðar króna og jókst um 10,2% að nafnverði frá fyrra ári.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagtofunnar. Þar segir að aukning framleiðsluverðmætis nytjaplantna var 2,2%, en framleiðsluverðmæti afurða búfjárræktar jókst um 13,2%.

Aðfanganotkun jókst á sama tíma um 7,8% að nafnverði, var 34,6 milljarðar kr. Vinnslukostnaður jókst um 15,3%, og varð rúmlega 17 milljarðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×