Viðskipti innlent

EVE Online kominn með 500 þúsund áskrifendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag að EVE Online leikurinn væri kominn með meira en 500 þúsund áksrifendur á heimsvísu. Þetta er í fyrsta sinn sem leikurinn nær þessum fjölda áskrifenda en EVE Online leikurinn er orðinn tíu ára gamall.

„Það er mikil hvatning fyrir okkur að við séum komin yfir hálfa milljón áskrifendur," segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í tilkynningu vegna áfangans. „Þetta sýnir mér að EVE getur lifað um eilífð svo lengi sem við höldum rétt á spilunum," segir Hilmar Veigar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×