Viðskipti innlent

Tómas Hrafn í eigandahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur

Tómas Hrafn Sveinsson héraðsdómslögmaður hefur gengið í eigendahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Landslögum - lögfræðistofu. Tómas útskrifaðist með cand. juris gráðu frá Háskóla Íslands með 1. einkunn árið 2006, fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007.

Tómas hefur mikla reynslu og þekkingu á skaðabótarétti, stjórnsýslurétti, gjaldþrotarétti og málflutningi fyrir dómstólum. Hann hefur kennt skaðabótarétt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2009 og verið leiðbeinandi með BA og MA ritgerðum.

Tómas hefur starfað fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, stjórnvöld, sveitarfélög, lífeyrissjóði og ýmis félagasamtök og mun bæta við þá sérhæfingu sem Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur skapað sér við hagsmunagæslu fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×