Viðskipti innlent

Verðkönnun ASÍ - 10% hækkun hjá Iceland

MYND/Valli
Miklar verðhækkanir hafa átt sér stað flestum verslunum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ hækka flestir vöruflokkar um 2 til 5 prósent milli verðmælinga. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar víðast um 9 til 20 prósent en verð á mjólkurvörum breytist lítið í flestum verslunum.

Mest er hækkunin í versluninni Iceland, ríflega 10 prósent og í Krónunni eða um 9 prósent. Í verslunum 10-11 hefur vörukarfan hækkað um 6,4 prósent, í Hagkaupum um 5,6 prósent og í Bónus um 4,2 prósent. Í Nóatúni og Samkaupsverslununum nemur hækkunin 2-3 prósentum.

Heildarverð körfunnar í Nettó hefur lækkað síðan í september um 2.8 prósent, séu kjötvörur hins vegar undanskildir hefur verið körfunnar hækkað um 2.3 prósent.

MYND/ASÍ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×