Viðskipti innlent

Verkís leigir Ofanleiti 2 til langs tíma

Verkís og Reginn fasteignafélag hafa gert með sér samning um langtímaleigu á Ofanleiti 2. Húsið er 8.000 fermetrar í tveimur álmum á fimm hæðum og hýsti áður Háskólann í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að húsið sé á mjög heppilegum stað fyrir starfsemi Verkís, enda er það miðsvæðis og liggur vel við öllum samgöngum.

Áætlað er að flytja meginstarfsemi Verkís í húsið í september en samkvæmt fyrirkomulagin verður húsnæðið afhent í áföngum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×