Viðskipti innlent

Fjöldi ferðamanna mun aukast um þriðjung

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferðamenn á puttanum.
Ferðamenn á puttanum. Mynd/ Ernir.
Ferðamenn verða þriðjungi fleiri á árinu 2015 en þeirri voru í fyrra. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningar Arion banka í dag.

Spáin gerir ráð fyrir að um 727 þúsund ferðamenn sæki landið heim um Leifsstöð í ár, en þeim fjölgi í 789 þúsund á árinu 2014 og 855 þúsund á árinu 2015. Gangi spáin eftir nemur fjölgunin í ár um 12,4%, en 8,5% á árinu 2014 og 8,4% á árinu 2015 - það merkir að ferðamenn verða um þriðjungi fleiri á árinu 2015 en á árinu 2012. Það er lítið eitt minni árleg fjölgun en mældist á árunum 2011 og 2012, en hins vegar talsvert meiri fjölgun en mældist að jafnaði á áratugnum eftir 2000, eða um 6,1%. Ferðamálastofa hefur áætlað að ef fram fari sem horfi megi gera ráð fyrir 1 milljón ferðamanna árið 2020, en gangi spá Greiningar Arion eftir gæti því marki verið náð fyrr.

Greining Arion banki segir að ef meðalútgjöld á hvern ferðamann hafi fylgt verðlagi, þá megi búast við að þau hafi verið um 250-260 þúsund krónur á síðasta ári, en þau hafi verið tæplega 237 þúsund krónur á árinu 2010 samkvæmt nýjustu ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar. Fari raunvirði meðalútgjalda á hvern ferðamenn ekki minnkandi og spáin gangi eftir gætu tekjur ferðaþjónustunnar í heild vegna fjölgunar ferðamanna aukist um allt að 107-112 milljörðum króna samtals á verðlagi 2012 næstu þrjú árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×