Viðskipti innlent

Ástæða til að kanna hvort stjórnvöld þurfi að bregðast við

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigríður segir skipta máli að fólk treysti því að það sé unnið gegn skattsvikum og bótasvikum.
Sigríður segir skipta máli að fólk treysti því að það sé unnið gegn skattsvikum og bótasvikum.
„Ég hafði engar fyrirfram gefnar hugmyndir um hver fjárhæðin kynni að vera, en 3.4 milljarðar króna eru tæplega fimm prósent af veltunni," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bótasvik í almannatryggingakerfinu sem birt var í dag.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að rýmka heimildir Tryggingastofnunar til að beita viðurlögum við bótasvikum. Mikilvægt sé að viðurlög séu þannig að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur.

Sigríður segir Ríkisendurskoðun draga ályktun út frá áætlunum í Danmörku og benda á að mikilvægt sé að Tryggingastofnun nýti betur heimildir sínar til eftirlits og fái auknar heimildir.

Varðandi hvernig bregðast skuli við segir Sigríður það skipta máli að fólk treysti því að það sé unnið gegn skattsvikum og bótasvikum.

„Það er mikilvægt að það ríki traust á þessum kerfum. Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru því gagnlegar og ástæða til að kanna hvort að stjórnvöld þurfi að bregðast við þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×