Viðskipti innlent

Yfir 40 verkefni fengu ferðamannastyrki

Ráðherra, formaður Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða og fulltrúar Fornleifaverndar.
Ráðherra, formaður Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða og fulltrúar Fornleifaverndar.
Fyrstu úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári er lokið. Alls fengu 44 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæðin rúmlega 150 milljónum króna.

Á næstu þremur árum mun sjóðurinn stóreflast. Hann mun fá árlega 500 milljónir aukalega í tengslum við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. til að standa fyrir löngu tímabæru viðhaldi, gróðurvernd og uppbyggingu við ferðamannastaði.

Hæstu styrkina, 20 milljónir króna, fengu Sveitarfélagið Bláskógabyggð vegna hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu við Geysi í Haukadal og Fornleifavernd ríkisins til að ljúka skipulags- og hönnunarvinnu og hefja uppbyggingu við Stöng í Þjórsárdal, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins.

Hveravallafélagið fær 10 milljónir króna vegna skipulags og framkvæmda á Hveravöllum, Skógrækt ríkisins 7,5 milljónir króna vegna þjónustuhúss í Þjóðskógum við Laugarvatn og Sveitarfélagið Hornafjörður 7,3 milljónir króna vegna göngubrúar og stíga við Fláajökul. Fjórir aðilar fá 5 milljónir króna í styrk en aðrir lægri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×