Viðskipti innlent

Vöruflutningar um Faxaflóahafnir jukust um 2,5% í fyrra

Vöruflutningar um hafnir Faxaflóahafna voru tæplega 2,5% meiri í fyrra en en árið á undan.

Þetta kemur fram á vefsíðu hafnanna. Þar segir að heildarflutningarnir voru rétt liðlega 3,0 milljónir tonna en voru árið 2011 um 2,9 milljónir tonna. Aukningin er alls 72.000 tonn, sem skiptist misjafnlega á einstaka flokka.

Innflutningur dróst saman um 2,3% eða úr 2,1 milljón tonna í liðlega 2,0 milljónir tonna. Útflutningur jókst úr 786 þúsund tonnum í 895 þúsund tonn eða um 108.700 tonn sem er 13,8% aukning á milli ára.

Innflutningur á byggingarvörum stóð í stað á milli ára, innflutningur á olíu og eldsneyti minnkaði um 8,5% en innflutningur á almennri vöru jókst lítillega. Ánægjuleg þróun átti sér stað varðandi útflutninginn, sem jókst nokkuð þar á meðal sjávarafurðir og framleiðsla stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×