Viðskipti innlent

Verðmæti útflutnings á eldisfiski eykst um 40% milli ára

Mikil aukning varð á verðmæti útflutts eldisfisk frá Íslandi í fyrra miðað við árið áður. Í fyrra nam verðmætið tæplega 4,4 milljörðum króna en það var rúmlega 3,1 milljarður árið áður. Þetta er aukning um rúmlega 40% hvað verðmætið varðar og rúm 37% hvað magnið varðar.

Í nýjum tölum Hagstofunnar um út- og innflutning á síðasta ári kemur einnig fram að verðmæti útflutnings á landbúnaðarvöru jókst um hátt í 1,5 milljarða milli ára. Landbúnaðarvörur voru fluttar út fyrir rúmlega 11,3 milljarða kr. í fyrra á móti tæplega 9,9 milljörðum kr. árið áður.

Þá vekur athygli á útflutningur á óunnum fiski jókst töluvert að um 6 milljarða kr. Verðmæti hans var 57,6 milljarðar kr. í fyrra á móti 51,4 milljörðum árið áður sem er aukning upp á 13%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×