Viðskipti innlent

Mikil andstaða við einkavæðingu Landsvirkjunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einungis 14,7% landsmanna eru fylgjandi því að ríkið selji eignarhlut sinn í Landsvirkjun, en 19,6% voru fylgjandi því í fyrra. Þetta sýna niðurstöður MMR sem kannaði viðhorf Íslendinga til málsins. Einnig var spurt til viðhorf til þess að selja í Landsbankanum og Ríkisútvarpinu. Meirihluti er andvígur því að selja hluti ríkisins í báðum þessum fyrirtækjum.

Könnunin var gerð þannig að einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 827 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára svöruðu spurningunni. Könnunin var gerð dagana 15.-20. janúar 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×