Viðskipti innlent

Aðsókn á erlenda vefi WOW þrefaldast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ein af vélunum sem WOW hefur til umráða.
Ein af vélunum sem WOW hefur til umráða. Mynd/ Pjetur.
Desember- og janúarmánuðir voru þeir söluhæstu hjá WOW air frá upphafi. Sala erlendis frá hefur tekið mikinn kipp undanfarið en rúmlega helmingur af allri sölu hefur komið erlendis frá. Í tilkynningu frá félaginu segir að augljóst sé að stóraukinn áhugi sé á Íslandi en tvöfalt fleiri ferðamenn bóki ferðir til Íslands en á sama tíma í fyrra.

WOW air segir að það séu helst Bretar, Þjóðverjar og Frakkar sem sýna landinu mestan áhuga. Frá því í nóvember hafi þrisvar sinnum fleiri útlendingar komið inn á erlenda vefi WOW air. Fjölgunina má rekja til þess að WOW air hefur gert samninga við nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum í Evrópu sem selja þúsundum erlendra ferðamanna ferðir til Íslands.

WOW air hefur til að mynda gert samninga við Huwans og 66nord sem er hluti af einni stærstu ferðaskrifstofusamsteypu Frakklands, GEOPHYLE-IRWIGOO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×