Viðskipti innlent

Veldu bestu vefsíður ársins - kosning hafin til Nexpo-vefverðlaunanna

Tilnefndir til vefs ársins 2012 eru wow.is,  kilroy.is, karolinafund.com, guidetoiceland.is, 
og dominos.is.
Tilnefndir til vefs ársins 2012 eru wow.is, kilroy.is, karolinafund.com, guidetoiceland.is, og dominos.is.
Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri.

Fram til 12. febrúar verður opið fyrir atkvæði almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Þau verða síðan afhent með pompi og prakt í Bíó Paradís 15. febrúar klukkan 19.

Flokkarnir eru Vefur ársins, Herferð ársins, Bjartasta vonin, Vefhetja ársins, Áhrifamesta fyrirtækið/vörumerkið á samskiptamiðli, App ársins og Óhefbundnar auglýsingar.

Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan en við hvetjum alla til að taka þátt á visir.is/nexpo. Það er sáraeinfalt að taka þátt og tekur enga stund, aðeins þarf að velja einn tilnefndan í hverjum flokki og ýta á takkann neðst á síðunni til að kjósa.

Vefur ársins

dominos.is

karolinafund.com

guidetoiceland.is

wow.is

kilroy.is

Herferð ársins

Appelsín í allt sumar – Ekta íslensk upplifun

Víking – #jolabjor

Boli – bjórrallý

Dominos – dominos.is

Vodafone – jólaherferð

Bjartasta vonin

Simon

Tjarnargatan

Stokkur

Greenqloud

Karolinafund

Áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðlum

Vodafone

Dominos

Nova

Lögreglan

Frú Lauga

App ársins

Dominos

Airwaves

Stjörnur

Appy hour

Kinwins

Óhefðbundin auglýsing

Boli - Málaðar beljur

Vodafone - Snjallkaup á Laugaveginum

Vitaminwater - Þjóðhátíð blásin af

Egils Appelsín - Esjan

Vodafone - #12stig

Verðlaunin í fyrra þóttu mjög vel heppnuð og úrslitin í flokknum Vefur ársins komu mörgum á óvart. Þá valdi almenningur skemmtisíðuna Flick My Life sem vef ársins. Stefán Eiríksson lögreglustjóri var valin vefhetja ársins fyrir vaska framgöngu lögreglunnar á Facebook en dómnefnd sér um að velja milli tilnefninga í þeim flokki. Hér má lesa nánar um sigurvegarana í fyrra.

Hægt var að senda inn tilnefningar til verðlaunanna nú í ár hér á Vísi milli 17. og 24. janúar. Dómnefnd fór yfir þau eftirlæti almennings sem nefnd voru til sögunnar og stillti þeim upp í tilnefningarnar. Dómnefndin kemur úr ýmsum áttum vefgeirans. Hana skipa Rósa Stefánsdóttir margmiðlunarhönnuður, Jón Gunnar Geirdal markaðsmaður, Atli Stefán, ritstjóri Simon.is, Hugi Þórðarsson kóðagerðarmaður og Sigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×