Viðskipti innlent

Græðgi er ekki glæpur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að efnahagsbrot séu oft illa skilgreind í lögum. Þetta segir hann í samtali við fréttavef New York Times í ítarlegri umfjöllun.

Ólafur segist taka undir gagnrýni þeirra sem segja að rannsóknir á efnahagsbrotum gangi hægt fyrir sig. Hins vegar sé mikilvægt að embætti sitt fylgi lögum og reglum. „Við viljum ekki að hefnd sé aðaldriffjöðurinn í starfi okkar," segir hann í samtali við blaðið.

„Starf okkar verður að vera vel unnið og þegar horft verður um öxl í framtíðinni verður fólk að sjá að vinnan var vönduð," segir hann enn fremur. „Hluti vandans við það að sækja bankamenn til saka er sá að lögin eru oft óskýr um það hvað getur talist efnahagsbrot. Græðgi er ekki glæpur. En spurningin er sú hvert græðgi getur leitt fólk," segir Ólafur.

Ólafur segir að það hafi oft verið auðvelt að sýna fram á að bankamenn hafi brotið innri reglur bankanna varðandi lán og aðra starfsemi. En eins og alltaf þegar málin snúast um þjófnað eða svik er mjög erfitt að sanna ásetning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×