Viðskipti innlent

Norskir leiðtogar vilja biðja Íslendinga afsökunar á Icesave málinu

Tveir leiðtogar norskra stjórnmálaflokka hafa bæst í þann hóp Norðmanna sem segja að norsk stjórnvöld eigi að biðja Íslendinga opinberlega afsökunnar vegna Icesave málsins.

Hér er um að ræða Dagfinn Höybråten hjá Kristilega flokknum og Per Olaf Lundteigen hjá Miðjuflokknum.

Fjallað er um málið á vefsíðu Verdens Gang. Þar er haft eftir Höybråten að norsk stjórnvöld hafi hingað til túlkað niðurstöðuna í Icesave málinu á all frjálslegan hátt og ekki í samræmi við sannleikann í málinu.

Þeir báðir segja að Norðmenn hafi ekki reynst Íslendingum vinir í raun þegar Norðmenn skipuðu sér í hóp með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu í að neyða Íslendinga til að semja um Icesave. Nær hefði verið að fara að fordæmi Færeyinga og Pólverja og veita Íslendingum tvíhliða lán og stuðning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×