Viðskipti innlent

ESB harmar einhliða ákvörðun Íslendinga um makrílkvóta

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins harmar það að Íslendingar hafi tekið sér einhliða kvóta í makríl á þessu ári.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í gærkvöldi. Í frétt um málið á vefsíðu BBC Scotland kemur fram að Íslendingar hafi minnkað makríl kvóta sinn um 15% frá því í fyrra.

Í yfirlýsingunni kemur hinsvegar fram að þrátt fyrir þennan niðurskurð sé kvóti Íslands óeðlilega mikill og að ekki sé um sjálfbærar veiðar að ræða.

Þá hefur BBC eftir Richard Lochhead sjávarútvegsráðherra Skota að það valdi honum vonbrigðum að Íslendingar haldi áfram að eyðileggja verðmætasta fiskistofn Skotlands með einhliða ákvörðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×