Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi hennar á miðvikudaginn kemur.

Í áliti deildarinnar segir að telja megi að samkomulag aðila vinnumarkaðarins um að framlengja gildandi kjarasamningum muni vega þungt í ákvörðun nefndarinnar að þessu sinni. Í rökstuðningi nefndarinnar fyrir óbreyttum vöxtum í desember var þessi þáttur tiltekinn sérstaklega varðandi óvissu um hvort hækka þyrfti vexti á næstunni og þá hversu mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×