Viðskipti innlent

Erlendar tekjur TM Software tvöfaldast milli ára

Starfsfólk TM Software.
Starfsfólk TM Software.
Erlendar tekjur hugbúnaðarfélagsins TM Software hafa tvöfaldast á milli ára og eru nú 30% af heildartekjum þess.

Þær námu einum milljarði króna á síðasta ári og nam veltuaukning 15% milli ára. Framkvæmdastjóri félagsins segir að einn af lykilþáttum í árangri þess felst í nýsköpun og vöruþróun.

Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri TM Software segir í tilkynningu að mikil eftirspurn sé eftir lausnum félagsins á erlendum mörkuðum. „Við seljum orðið eigin lausnir um allan heim og sífellt fleiri markaðssvæði bætast í hópinn, nú nýlega Japan og Kína," segir hann.

Ágúst segir að ein megin ástæða fyrir þeim mikla hraða sem orðið hefur í útbreiðslu á lausnum TM Software sé sú að þær séu að stórum hluta seldar beint í gegnum netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×