Viðskipti innlent

Seldu tólf milljónir evra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.
Seðlabankinn seldi tæpar tólf milljónir evra í inngripi á gjaldeyrismarkaðinn á fimmtudaginn. Viðskiptin nema um tveimur milljörðum íslenskra króna. Þetta upplýsti bankinn í dag, en bankinn upplýsir ekki um gjaldeyriskaup fyrr en að tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptin fara fram. Vísir hafði greint frá því, í hádeginu á fimmtudag, að viðskiptin hefðu numið um níu milljónum evra en þau jukust þegar leið á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×