Viðskipti innlent

Kaupsamningum um fasteignir fjölgar um 30% milli ára í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í janúar s.l. var 485. Heildarvelta nam 15,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að viðskipti með eignir í fjölbýli námu 9,8 milljörðum kr., viðskipti með eignir í sérbýli 4,2 milljörðum kr. og viðskipti með aðrar eignir 1,5 milljörðum kr.

Þegar janúar er borinn saman við janúar í fyrra fjölgar kaupsamningum um 30,4% og velta eykst um 41,7%. Í janúar í fyrra var þinglýst 372 kaupsamningum, velta nam 11 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 29,4 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 21 í janúar eða 4,8% af öllum samningum. Í desember s.l. voru makaskiptasamningar 16 eða 4,5% af öllum samningum. Í janúar í fyrra voru makaskiptasamningar 11 eða 3,1% af öllum samningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×