Viðskipti innlent

Funda með AGS í Washington

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Nefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundar nú með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Á meðal þess sem er til umræðu er losun fjármagnshafta.

Fulltrúar stjórnmálaflokka skipa nefndina en formaður hennar er Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni.

„Já, við erum að ræða gjaldeyrishöftin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," segir Tryggvi Þór. „Við erum að undirbúa farveginn fyrir lausnir á þessu máli."

Nefndarmennirnir munu snúa aftur hingað til lands á morgun. Í samtali við Vísi vildi Tryggvi Þór ekki fara nánar út í fundina með AGS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×