Viðskipti innlent

Spáir að flugumferð um Keflavíkurflugvöll aukist um 10% í sumar

Isavia gerir ráð fyrir að umsvif um Keflavíkurflugvöll muni aukast um tíu prósent í sumar samanborið við síðasta sumar.

Spáin er byggð á áætlunum flugrekenda, en 16 flugfélög ætla að halda uppi Íslandsflugi í sumar.

Ráðgert er að afgreiða 32 farþegaflug um háanna tímann að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar, en all margar vélar verða líka afgreiddar um hádegisbil og um miðnætti.

Nú er unnið að ýmsum breytingum og lagfæringum í flugstöðinni til að mæta auknum farþegafjölda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×