Viðskipti innlent

Gengi bréfa Icelandair Group búið að fjórfaldast

Magnús Halldórsson skrifar
Gengi bréfa Icelandair Group er komið yfir 10 eftir að það hækkaði um 2,52 prósent í viðskiptum dagsins í dag. Gengi bréfa félagsins hefur því ríflega fjórfaldast á ríflega tveimur árum, en þegar Icelandair var endurskráð á markað, árið 2010, var skráningargengið 2,5. Gengi bréfa Icelandair er nú 10,57.

Miklar hækkanir einkenndu viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa Haga um 2,19 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 25,65. Gengi bréfa Vodafone hækkuði um 2,09 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 34,2. Gengi bréfa Eimskipafélagsins hækkaði um 1,17 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 260, en við skráningu, fyrir innan við tveimur mánuðum, var gengið 208.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á hlutabréfamarkaðnum, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×