Handbolti

Koma Fer til Everton í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leroy Fer í leik með FC Twente.
Leroy Fer í leik með FC Twente. Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að ekkert verði af því að Leroy Fer gangi til liðs við Everton vegna hnémeiðsla hans.

Fer kom til Liverpool-borgar í gær til að gangast undir læknisskoðun en þá komu í ljós vandræði með hné hans en hann meiddist í leik með hollenska landsliðinu í september síðastliðnum.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Everton enn sagt reiðubúið að borga umsamið kaupverð, 8,6 milljónir punda, fyrir Fer en að greiðslufyrirkomulaginu verði breytt. Everton vill borga minna strax og að stærri hluti upphæðarinnar verði háður því hversu mikið hann spilar á næstu árum.

Everton hefur gefið Twente frest til 19.45 í kvöld en þá hefst leikur liðsins gegn West Brom. Forráðamenn Twente hafa hingað til neitað að samþykkja nýja skilmála.

„Við ætlum ekki að spila þann leik hjá Twente. Þeir geta komið með þær kröfur sem þeir vilja en við ætlum ekki að taka þátt í því," sagði Joop Munsterman, stjórnarformaður Twente.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×