Handbolti

Guðjón | Vitum hvað við þurfum að gera

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins svitnaði ekki mikið á æfingu liðsins Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona í morgun. Liðið fór yfir varnaráherslur fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld þar sem Ísland leikur í 16-liða úrslitum gegn heims – og ólympíumeistaraliði Frakka. Guðjón Valur hefur upplifað góðar stundir sem leikmaður landsliðsins gegn Frökkum en hann segir að liðið hafi ekki yljað sér mikið við þær minningar.

„Við fórum yfir þeirra leik á þeirra á þessu móti hingað til en við sem spiluðum síðustu tvo leiki við þá vitum hvað við þurfum að gera. Það er til staðar einhversstaðar þarna inni. Við þurfum að ná upp góðri vörn og markvörslu – og keyra aðeins á þá. Þeir hafa aðeins verið veikir fyrir því. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvort þeir hafa verið að reyna að sleppa sem auðveldast í gegnum þetta mót, eða hvort þeir séu ekki besta ástandinu. Það ætti að koma fljótlega í ljós í kvöld. Það er erfitt að gleyma því en þetta er bara eitthvað sem skiptir ekki máli..

Eruð þið hættir að hugsa um þetta undarlega ferðalag frá því í gær?

„Það er ekki hægt að gleyma því.Það er glórulaust að ferðast innanlands í 13 tíma og fá varla neitt að borða – en við fengum gott að borða í gærkvöldi á hótelinu og ekki hægt að kvarta yfir neinu þar," sagði Guðjón Valur Sigurðsson en hann er næst markahæsti leikmaður mótsins með 37 mörk á eftir Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi sem hefur skorað 43 mörk. Guðjón Valur hefur skorað 13 mörk af vítalínunni úr alls 17 vítum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×