Viðskipti innlent

Búið að loka Heima- og fyrirtækjabanka Byrs

Aðgangi að Heima- og fyrirtækjabanka Byrs hefur nú verið lokað og bankinn sameinaður við Netbanka Íslandsbanka.

Viðskiptavinum er bent á að notendanafn og lykilorð í Netbanka Íslandsbanka var sent í Heima og fyrirtækjabanka Byrs í byrjun árs 2012 undir liðnum "Rafræn skjöl".

Þeir sem ekki hafa þegar náð notendanafn og lykilorð geta skráð sig inn í Heima- og fyrirtækjabanka Byrs með takmarkaðri innskráningu og sótt þau þangað, að því er segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×