Handbolti

Alsír vann Forsetabikarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Abdelkader Rahim, leikmaður Alsír.
Abdelkader Rahim, leikmaður Alsír. Nordic Photos / AFP
Alsír er handhafi Forsetabikarsins svokallaða þessu sinni eftir sigur á Argentínu, 29-23, í úrslitaleik keppninnar á HM í handbolta í kvöld.

Forsetabikarinn nefnist keppni þeirra liða sem ekki komust áfram í 16-liða úrslitin. Úrslitaleikurinn fór fram í Guadalajara í kvöld.

Alsír náði snemma forystu en staðan í hálfleik var 12-10. Alsíringar stungu svo af um miðjan síðari hálfleikinn og sáu fyrir öruggum sigri.

Úrslit dagsins í Forsetabikarnum:

17.-18. sætið:

Argentína - Alsír 23-29

19.-20. sætið:

Katar - Sádí-Arabía 29-29 (Sádí-Arabía vann í vítakeppni)

21.-22. sætið:

Svartfjallaland - Suður-Kórea 27-30

23.-24. sætið:

Síle - Ástralía 32-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×