Viðskipti innlent

Liðakeppni nú möguleg í Ávöxtunarleiknum

Magnús Halldórsson skrifar
Keppendur í Ávöxtunarleiknum geta nú stofnað lið og boðið vinum sínum á Facebook að keppa saman.

Þátttakendur einfaldlega stofna lið á síðu leiksins undir STILLINGAR og bjóða síðan þeim vinum á Facebook sem þú vilt fá í liðið að taka þátt. Heildarávöxtun liðsins að teknu tilliti til fjölda liðsmanna mun skera úr um sigur í liðakeppninni en keppninni líkur í lok maí næstkomandi.

Ávöxtunarleikurinn er samstarfsverkefni Vísis, Keldunnar, sem á og rekur leikinn, Nasdaq OMX kauphallar Íslands, VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, og Libra. Meginmarkmið leiksins er að stuðla að betri skilningi á ávöxtunarmöguleikum fyrir fjármagn og fjármálalæsi almennt.

Tæplega 6.200 þátttakendur eru í leiknum, sem keppa um að ávaxta spilapeninga sína sem best, með fjárfestingum í eignaflokkum sem taka breytingum eftir raunbreytingum á markaði.

Til þess hafa yfir 160 þúsund viðskipti verið framkvæmd, og nemur velta í spilapeningum (Keldukrónum) talið um 200 milljörðum. Vinsælasta fjárfestingin eru hlutabréf í Icelandair, en þar á eftir koma hlutabréf í Högum og fasteignafélaginu Reginn.

Í lok maí verður sigurvegar leiksins krýndur, en hann fær að launum ferð fyrir tvo til New York, auk 200 þúsund króna í sjóðum hjá VÍB.

Sjá má facebook síðu leiksins hér, og innskráningarsíðu leiksins á Vísi, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×