Handbolti

Þórir og Wilbek þjálfarar ársins hjá IHF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, útnefndi í dag þá Ulrik Wilbæk og Þóri Hergeirsson þjálfara ársins.

Þórir er landsliðsþjálfari Noregs sem varð Ólympíumeistari í sumar en liðið var þá þegar ríkjandi heims- og Evrópumeistari.

Norðmenn misstu svo Evrópumeistaratitilinn til Svartfjallalands á EM í Serbíu í desember síðastliðnum eftir tap í úrslitaleiknum, sem varð að framlengja.

Wilbek gerði Danmörku að Evrópumeistara fyrir ári síðan en féll úr leik í fjórðungsúrslitum á Ólympíuleikunum í sumar. Danir hafa spilað einna best á HM á Spáni sem nú stendur yfir og mæta Króatíu í undanúrslitunum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×