Aron: Við tókum slæmar ákvarðanir gegn Rússum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2013 00:01 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira