Aron: Við tókum slæmar ákvarðanir gegn Rússum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2013 00:01 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira